Kennarar

MyndNafnFæðingard.Dánard.Aths.
Alda Steinunn JensdóttirAlda Steinunn Jensdóttir16.09.1939 15.06.2005 Kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Árelíus NíelssonÁrelíus Níelsson07.09.191007.02.1992Lauk kennaraprófi 1932. Heimild
Arnheiður SigurðardóttirArnheiður Sigurðardóttir25.03.200105.10.2001Arnheiður lauk prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1942, lauk kennaraprófi frá KÍ 1944, stundaði nám við Kennaraskóla Danmerkur 1947-48, las síðar utanskóla til stúdentsprófs og lauk því frá MR 1954 og lauk meistaraprófi í íslenskum fræðum frá HÍ 1962. Meistaraprófsritgerð hennar, sem fjallaði um híbýlahætti á miðöldum, var gefin út af Menningarsjóði 1966. Fór í námsferðir til Norðurlandanna 1950 og 1961 og heimsótti Sovétríkin í boði Lestrarfélags kvenna 1956.

Arnheiður var kennari í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað 1944-45 og kennari í Mývatnssveit 1945-47. Hún var íslenskukennari við Reykjaskóla í Hrútafirði 1948-52 og við Kvennaskólann 1952-53 og 1955-58. Stundakennari við Kennaraskólann 1963-64. Heimild
Birgir Vagn SchiöthBirgir Vagn Schiöth30.09.193130.12.2003Teikni- og handavinnukennari.
Mynd vantarBjörgólfur Guðnason24.04.1893 04.02.1940 Kennari Litlu-Breiðuvík í Reyðarfirði. Heimild
Björn Hannes Ragnar Oddsson BjörnssonBjörn Hannes Ragnar Oddsson Björnsson21.01.189529.09.1975Lauk kennaraprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1917. Heimild
Egill ÞorfinnssonEgill Þorfinnsson27.12.191330.05.2004Kenndi skipateikningar við Iðnskólann í Keflavík.
Eygló GísladóttirEygló Gísladóttir18.07.194021.09.2018Kennari, aðallega á Vestfjörðum og á Suðurnesjum
Garðar Sæberg Ólafsson SchramGarðar Sæberg Ólafsson Schram19.02.193219.07.1999Garðar lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands vorið 1956. Kenndi síðan tvo vetur á Suðureyri við Súgandafjörð, veturnar 1958-59 stundakennslu við Austurbæjarskólann í Reykjavík, veturin 1960 í Höfnum og frá 1961 og til dauðadags við Barnaskólann í Keflavík (síðar Myllubakkaskóla). Heimild
Gísli TorfasonGísli Torfason10.07.195421.05.2005Kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Heimild
Guðlaug Ingibjörg GuðjónsdóttirGuðlaug Ingibjörg Guðjónsdóttir14.02.189104.04.1977 Kennari í Keflavík.
Guðný Helga ÁrnadóttirGuðný Helga Árnadóttir01.11.193718.12.2016Kennari, m.a. við Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi. Kenndi bæði dönsku og heimilisfræði. Heimild
Gústav Adolf BergmannGústav Adolf Bergmann19.02.193311.02.1997Útskrifaðist sem íþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni 1952. Heimild
Halldóra ÞórhallsdóttirHalldóra Þórhallsdóttir28.06.191109.03.1978Kennari á Akureyri. Heimild
Jón Gauti JónssonJón Gauti Jónsson17.07.195222.05.2007Veturinn 1999-2000 kenndi Jón Gauti við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi en veturinn eftir hóf hann kennslu við Menntaskólann við Sund og starfaði þar til dauðadags. Heimild
Jón Ólafur ÓlafssonJón Ólafur Ólafsson04.11.1932 22.12.2003Jón gerðist 17 ára kennari við Reynis- og Deildarárskóla í Mýrdal veturinn 1949-1950. Jón settist síðan í Kennaraskólann og lauk kennaraprófi árið 1954. Hann var kennari á Akureyri og við Hrafnagilsskóla í Eyjafirði. þar til hann gerðist kennari við Gerðaskóla í Garði 1958 og síðan skólastjóri í 25 ár frá 1960 til 1985. Veturinn 1971-1972 var hann í námsleyfi í Englandi og veturinn 1975-1976 var hann við nám við Danmarks Lærerhøgskole í Kaupmannahöfn. Hann kenndi við Austurbæjarskólann í Reykjavík einn vetur 1985-86 en frá 1986 þar til hann hætti sem fastráðinn kennari 1992 starfaði hann við starfsdeild Holtaskóla í Keflavík. Heimild
Jón StefánssonJón Stefánsson05.07.194602.04.2016Jón hélt ungur til náms í Reykjavík og lauk kennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1965 og kantorsprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 1966. Þá var hann tveimur árum fyrr kominn til starfa við Langholtskirkju, þangað sem hann var ráðinn organisti og kór- stjóri árið 1964, aðeins sautján ára gamall. Hann starfaði við kirkjuna alla tíð og fagnaði 50 ára starfsafmæli sínu þar árið 2014. Á löngum ferli sínum var hann driffjöðrin í tónlistarstarfi sem vakti athygli víða. Söngur og starf Kórs Langholtskirkju hefur verið rómað, en einnig starfaði Jón mikið með börnum og unglingum og stjórnaði kórum þeirra.

Jón stundaði framhaldsnám við tónlistarskóla erlendis og auk starfa við Langholtskirkju, sinnti hann kennslu við grunnskóla, guðfræðideild Háskóla Íslands og víðar. Þá gegndi hann ýmsum félagsstörfum og kom sömuleiðis að uppfærslu verka í leikhúsum, með Sinfóníuhljómsveit Íslands og ýmsum öðrum. Heimild
Jónína Guðjónsdóttir Jónína Guðjónsdóttir 11.07.189502.06.1982Kennari í Keflavík.
Júlíus Snæbjörn PetersenJúlíus Snæbjörn Petersen21.12.187108.08.1946Kennari í barnaskólanum í Keflavík 1910-1914.
Margrét LárusdóttirMargrét Lárusdóttir30.07.192403.12.2011Margrét lauk unglingaprófi 1939, stundaði nám í ensku 1939-1941, í píanóleik 1939-1943 og lauk prófi frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1944. Síðar sótti hún kennaranámskeið í handmennt. Hún var stundakennari við Barna- og unglingaskóla Mývetninga (síðar Grunnskóla Skútustaðahrepps) frá 1949 (einkum enska og handavinna) og Tónlistarskóla Mývatnssveitar frá 1976 (píanóleikur). Heimild
Oddný Dóra HalldórsdóttirOddný Dóra Halldórsdóttir17.06.1948 19.10.2002Oddný útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands 1969. Þá lá leið hennar í Kennaraskóla Íslands og útskrifaðist hún 1969. Um haustið hóf hún kennslu við Árbæjarskólann í Reykjavík og kenndi þar í nokkur ár, en flutti sig síðar í Seljaskóla. Eitt ár kenndi hún á Akureyri. Þar kviknaði áhugi hennar á því að hjálpa seinfærum börnum, sem varð til þess að hún hóf nám við Kennaraháskóla Íslands og lauk námi í sérkennslu. Oddný Dóra kenndi um tíma við Safamýrarskóla. Einnig kenndi hún við skóla í Reykjanesbæ. Heimild
Ragnheiður Guðný RagnarsdóttirRagnheiður Guðný Ragnarsdóttir22.09.196922.11.2013Að stúdentsprófi loknu vann hún sem leiðbeinandi í Myllubakkaskóla í eitt ár en hóf svo nám í Kennaraháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 8. júní 1996. Kennari við Heiðarskóla í Keflavík. Heimild
Sigurður Eggerz ÞorkelssonSigurður Eggerz Þorkelsson20.11.194011.11.2005Kennari og skólastjóri í Keflavík. Heimild
Valgerður SteingrímsdóttirValgerður Steingrímsdóttir19.06.193419.03.2011Tók kennarapróf og próf í forspjallsvísindum frá Háskóla Íslands 1955. Heimild
Vilhjálmur KetilssonVilhjálmur Ketilsson13.04.195006.09.2003Lauk kennaraprófi og stúdentsprófi frá Kennaraskóla Íslands. Þá var hann æskulýðsfulltrúi í Keflavík 1974-77 og kenndi jafnframt við Holtaskóla. Vilhjálmur tók við starfi skólastjóra Myllubakkaskóla 1978 og gegndi því til dauðadags að undanskildum árunum 1986-88, þegar hann var bæjarstjóri í Keflavík. Heimild
Þráinn ÞórissonÞráinn Þórisson02.03.192223.07.2005Þráinn lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1947 og réðst þá sem skólastjóri Barna- og unglingaskóla Mývetninga (síðar Grunnskóla Skútustaðahrepps) og gegndi því starfi til 1992. Heimild
Þuríður SigurðardóttirÞuríður Sigurðardóttir19.12.191329.09.2009Útskrifaðist frá Kennaraskólanum í Reykjavík 1939. Kenndi í Mývatnssveit 1939-1943, í St. Jósefsskóla í Hafnarfirði 1945-1946 og í Melaskóla frá 1946-1986. Heimild