Kirkjugarðurinn Stóra-Vatnshorni

Kirkjugarðurinn Stóra-Vatnshorni er nú kominn inn á síðuna, en garðurinn var ljósmyndaður af Laufeyju Vilhjálmsdóttur Hjörvar í desember 2017.  Á skrifandi stund eru þar skráðir 77 einstaklingar og 69 þeirra eru tengdir við mynd af legstein.

Þóroddsstaðarkirkjugarður

Þóroddsstaðarkirkjugarður er nú kominn inn á síðuna, en garðurinn var ljósmyndaður af Trausta Traustasyni árið 2016.  Á skrifandi stund eru þar skráðir 145 einstaklingar og 90 þeirra eru tengdir við mynd af legstein.

Sandfellskirkjugarður í Öræfum

Sandfellskirkjugarður er nú kominn inn á síðuna, en garðurinn var ljósmyndaður af Sigurði Gunnarssyni á Hnappavöllum.  Garðurinn er ekki sá stærsti, en alls eru skráðir 11 einstaklingar jarðaðir þar og 10 af þeim eru tengdir mynd af legsteini. 

Grenjaðarstaðarkirkjugarður

Nú er Grenjaðarstaðarkirkjugarður kominn inn á Legstaðaleit, en garðurinn var ljósmyndaður af Trausta Traustasyni.  Í garðinum eru skráðir alls 239 einstaklingar en aðeins 78 af þeim (33%) hafa mynd af legstein tengda við sig.  Í garðinum er líka að finna rúnastein frá 15. öld sem tengist Sigríði Hrafnsdóttur sem mun hafa verið dóttir Hrafns Guðmundssonar lögmanns (bróðir Ara „ríka“) en hún var eiginkona Bjarna Sæmundssonar, á Einarsstöðum.  Sigríður er nú elsti einstaklingurinn sem er skráður í gagnagrunn Legstaðaleitar 😉

Heimagrafreitur Grýtubakka

Það hefur lítið gerst síðustu vikur og mánuði af heilsufarsástæðum en nú er ég vonandi að komast í gang aftur.  Það nýjasta á síðunni er heimagrafreiturinn að Grýtubakka, þar sem er að finna 5 grafir.  Myndirnar tók Trausti Traustason.

Munkaþverárkirkjugarður

Eftir smávægilegar tafir, er Munkaþverárkirkjugarður nú kominn inn í Legstaðaleit 🙂

Kirkjugarðurinn á Munkaþverá hefur langa sögu á bak við sig, en fyrsta andlát sem er skráð í Legstaðaleit er andlát Hannesar Lauritzsonar Schevings sem lést 1 maí 1726.   Alls eru 321 einstaklingar skráðir j Munkaþverárkirkjugarði hjá Garður.is, hjá Legstaðaleit eru það 319 og þar af eru 216 tengdir mynd af legsteini (68%).  Myndirnar tók Trausti Traustason.

Sjá má aldursdreifinguna í grafinu fyrir neðan.

 

Kirkjug. Akureyrar – Lögmannshlíð

Þá er kirkjugarðurinn í Lögmannshlíð kominn inn í gagnagrunninn  😀

Skv. heimasíðu Kirkjugarða Akureyrar var núverandi kirkja í Lögmannshlíð reist í kringum 1860 og sennilega hefur alla tíð verið kirkjugarður við kirkjuna..  Fyrsta andlát sem er skráð í Legstaðaleit er hinsvegar frá 1893

Alls eru 532 einstaklingar skráðir í Lögmannshlíðarkirkjugarði,  þar af eru 346 með mynd af legsteini (65%), en það eru alls 258 myndir tengdar kirkjugarðinum.  Myndirnar tók Trausti Traustason.

Sjá má aldursdreifinguna í grafinu fyrir neðan.

Af þeim sem Garður.is er með skráða, tókst mér ekki að finna 30 manns, þá má sjá í töflunni hér fyrir neðan. Ef þú getur hjálpað mér að leysa þessar gátur máttu mjög gjarnan skrifa til mín.

Nafn: Fæðingardagur: Dánardagur: Staða: Heimili: Staðsetning:
Björn Sigurðsson 27-08-1932 Barn Ásgarði Óst.-18
Borghildur Hansen 17-04-1927 Yngismær Bergstöðum Óst.-19
Elísabet Ólafsdóttir 18-02-1903 Ekkja Bjarg Óst.-22
Eva Sæmundsdóttir 04-04-1915 Barn Glerárholt Óst.-24
Frímann Kristjánsson 22-04-1920 Ógiftur Baldursheimi Óst.-26
Guðmundur Árnason 23-10-1836 23-09-1919 Bóndi Hraukbæjarkot Óst.-33
Guðrún Kristjánsdóttir 26-04-1857 26-11-1909 Húsfreyja Mýrarlón Óst.-39
Hrefna Jónsdóttir 18-06-1935   Brekka Óst.-59
Indiana Jóhannsdóttir 06-03-1907 Barn Bandagerði Óst.-65
Jóhann Júlíusson 29-05-1885 11-06-1964 Sjómaður Skjaldavík 3SV 10R-7
Jóhanna Guðmundsdóttir     Óst.-70
Jón Jónsson 00-00-1867 16-08-1908 Giftur Glerárholt Óst.-77
Kristín Kristín 00-00-2000   Mýrarlón 3SV 8R-7
Kristján Jónsson 09-10-1839 16-12-1924 Daglaunam. Viðarholt Óst.-99
Lilja Lilja 00-00-2000   Syðsta Samtún 3SV 2R-1
Lónarð Stefánsson 08-10-1920 02-07-1923 Barn Melstaður Óst.-108
Margrét Jónsdóttir 00-00-1816 09-06-1903 Kona Syðra Krossanes Óst.-114
Ólafur Jónsson 16-11-1826 28-02-1906 Vinnumaður Ytra Krossanes Óst.-126
Óskirður Stefánsson     2SV 5R-3
Óskírður drengur Björnsson 13-01-1937 14-01-1937 Barn Sæborg Óst.-128
Óskírt meybarn 07-07-1934 10-07-1934 Barn Sandgerði Óst.-130
Ragnheiður Jónsdóttir 00-00-1861 03-10-1922   Móland 1SV 8R-4
Rannveig Sveinsdóttir 27-11-1929 Húsfrú Glerárþorp Óst.-136
Sigríður Magnúsdóttir 05-02-1906 Barn Glerárholt Óst.-144
Soffía Þorsteinsdóttir 18-08-1909 10-12-1909 Barn Samtún Óst.-160
Stefanía Stefanía 00-00-2000   Brekka 3SV 4R-5
Steingrímur Steingrímur 08-06-1927 Barn Miðsamtún Óst.-163
Steinmóður Steinmóður   Hvoll 3SV 3R-4
Tryggvi Ólafsson   Skjaldarvík 3SV 1R-10
Þorsteinn Þorsteinsson     3SV 4R-3

Bakkakirkjugarður

 
Bakkakirkjugarður er staðsettur í Öxnadal í Eyjafjarðarsýslu.  Gardur.is er með 141 einstakling skráðan í kirkjugarðinum, og eru 87 þeirra án legsteins/kross.  Ég gat ekki fundið deili á þremur konum sem eru á skrá hjá Garður.is og eru þær því ekki í gagnagrunninum.  Ef þú veist hvaða konur þetta eru þá máttu mjög gjarnan láta mig vita.

Nafn Dánardagur Jarðsetningard. Starf Heimili Reitur Annað
Hólmfríður Þórðardóttir 16-11-1948 27-11-1948  Vinnukona  Akureyri  240 82ára
Margrét Rósantsdóttir 10-11-1916 23-11-1916 Barn Bessahlöðum, Öxnadal Not registered 12ára
Vala X-99-1  

Meðal þeirra sem eru jarðaðir í Bakkakirkjugarði, eru foreldrar skáldsins Jónasar Hallgrímssonar, séra Hallgrímur Þorsteinsson og Rannveig Jónasdóttir en leiði þeirra eru ekki merkt.

Alls eru 47 myndir tengdar garðinum og þær tók Trausti Traustason

Smelltu hér til að skoða kirkjugarðinn.

Heimildir:
Tíminn, 11-02-1961, s.5
Gardur.is